Tæplega 200 manns í gleðigöngu á Seyðisfirði

Á annað hundrað manns tóku þátt í gleðigöngu á Seyðisfirði í dag sem gengin var undir yfirskriftinni „hýr halarófa.“


Gengið af stað var frá Kaffi Láru klukkan tvö eftir Austurvegi, síðan stóra ferjuhringinn eftir Lónsleirunni í gegnum Bjólfsgötu áður en aftur var beygt inn Norðurgötuna hjá kirkjunni, en steinarnir í götunni voru í nótt málaðir í regnbogalitunum og endað við Láruna.

Á sama tíma er gengin gleðiganga í Reykjavík á Hinsegin dögum og reyndar víðar um heiminn til að minna á réttindabaráttu samkynhneigðra. Gangan á Seyðisfirði er sú eina utan borgarinnar á Íslandi.

Gönguna gengu bæði heimamenn og nærsveitungar en einnig fjöldi ferðamanna sem heillaðist af stemmingunni í kringum gönguna. Þátttakendum fjölgaði á leiðinni í gegnum bæinn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar