![](/images/stories/news/2016/Aðventutríó.jpg)
„Þakklátustu áheyrendur sem til eru“
„Ég var búin að gera þetta í nokkur ár með Þórunni Grétu Sigurðardóttur, fara um og spila fyrir eldri borgara og nú er ég aftur komin á stað, reyndar án hennar en með öðrum tveimur snillingum,“ segir söngkonan Erla Dóra Vogler, en hún, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og Þórður Sigurðsson píanóleikari munu halda aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga í Fjarðabyggð, Seyðisfirði og á Egilsstöðum.
Síldarvinnslan er helsti styrktaraðili tónleikanna, en fyrirtækið kostar tónleikana á Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði ásamt Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstað. Fljótsdalshérað stendur straum af kostnaði tónleikanna á Egilsstöðum.
„Þetta eru þakkátustu áheyrendur sem til eru, það er ótrúlega gaman að flytja tónlist á þessum stöðum. Tilgangurinn með tónleikunum er fyrst og fremst að gleðja fólk og stuðla að hinni einu sönnu jólastemmningu. Við verðum með skemmtileg jólalög sem ég syng undir gítar- og harmonikuspili,“ segir Erla Dóra.
Þríeykið mun heimsækja dvalarheimili aldraðra, þjónustuíbúðir og sjúkrahús. Tónleikarnir verða haldnir sem hér segir:
Laugardagur 17. desember:
- Eskifjörður – Hulduhlíð klukkan 16:00
- Neskaupstaður – Breiðablik klukkan 18:00
- Seyðisfjörður – Heilbrigðisstofnunin klukkan 15:00
- Egilsstaðir – Hjúkrunarheimilinu Dyngju klukkan 17:00
- Fáskrúðsfjörður – Uppsalir klukkan 16:00