Tap af grunnstarfssemi Sparisjóðsins

Ríflega 46 milljóna króna tap varð á kjarnastarfsemi Sparisjóðs Norðfjarðar, inn- og útlánum fyrir skatta á seinasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins yfir ársreikninga fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007.

 

ImageAf átján sparisjóðum á landinu skiluðu tveir þeirra hagnaði af kjarnastarfsemi. Útlán til viðskiptavina sjóðsins í fyrra námu tæplega 3,18 milljörðum króna en innlán 3,25 milljörðum.
Í heildina litið varð rúmlega 300 milljóna króna hagnaður af rekstri Sparisjóðsins. Eignir sjóðsins í árslok voru metnar á 5,7 milljarða króna og bókfært eigið fé rúmur milljarður. Eiginfjárgrunnur sjóðsins nam rúmlega 680 milljónum króna.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar