Skip to main content

Tendra jólatréð í miðri heilsuviku á Vopnafirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. nóv 2022 11:55Uppfært 30. nóv 2022 12:01

„Það reyndist ekki svo góður tími um liðna helgi þannig að við ákváðum að gera þetta svona í þetta sinn,“ segir Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri frístunda, æskulýðs og menningarmála á Vopnafirði.

Þar standa nú yfir sérstakir Heilsudagar í samstarfi hreppsins með útgerðarfyrirtækinu Brim og þar fjölbreytt dagskrá fyrir alla sem annt er um heilsu, líf og limi.

Sökum þess að veðurfar var ekki ákjósanlegt um helgina skal tendra jólatré bæjarbúa og í kjölfarið fara aðventugöngu um bæinn á morgun fimmtudag klukkan 16:30 þegar formlegri dagskrá Heilsudaganna er lokið þann daginn. Sem fyrr verður opið hús hjá mörgum fyrirtækjum bæjarins fyrir göngufólkið en Heilsudögunum lýkur ekki fyrr en á föstudaginn kemur.

Öllu jólalegra verður um að litast í miðbæ Vopnafjarðar síðdegis á morgun þegar tendra skal ljósin á jólatré bæjarins nokkrum dögum á eftir áætlun. Mynd Vopnafjarðarhreppur.