Teygjanlegt álag í Skaftfelli

Amanda Riffo er frönsk listakona, sjónlistamaður, sem flutti til Íslands árið 2012 en dvaldi þar áður í gestavinnustofu Skaftfells árið 2008. Í Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á verkum hennar undir heitinu Teygjanlegt álag. Sýningin var opnuð 9. nóvember og stendur til 5. janúar á næsta ári.


Amanda Riffo nam við the National School of fine Arts í París þar sem hún útskrifaðist með MFA gráðu árið 2002. Hún hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2012. Verk hennar hafa verið til sýnis í Evrópu, Japan og Chile síðan 2002. Hún hefur tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum listkaupstefnum en einnig samtímalistkaupstefnum um teikningar (Volta Basel (CH); FIAC Paris (FR)) og var þá fulltrúi fyrir Gallery Schirman and De Beaucé í París á tímabilinu 2005-2010.

Sjá meira um sýninguna og listamanninn HÉR.

 

Amanda á vinnustofu sinni í Reykjavík. Ljósmynd: Heiða Helgadóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar