„Það er mikilvægt að allir geti nýtt sér bókasöfnin óháð gjaldi“
Þann 1. janúar 2020 var íbúum fjarðabyggðar gert kleift að nýta sér gjaldfrjáls afnot Bókasafna á vegum bæjarins. Þetta er liður í læsisátaki sem Fjarðbyggð tekur þátt í.
„Þetta hluti af nálgun okkar á átaki í læsi ungmenna og að taka þátt í vitundarvakningu um að viðhalda íslenskri tungu,“ segir Gunnar Jónsson bæjarritari Fjarðabyggðar.
Hann segir að árið 2016 hafi Fjarðabyggð skrifað undir læsissáttmála Heimilis og skóla og þetta sé þáttur í þeirri vinni.
Sumir vilja meina að bókin sé á undanhaldi í þessari miklu starfrænu þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár.
„Það er ekkert skrítið að notkun á bókasöfnum hafi dregist saman í allri þessari starfrænu miðlun sem hefur aukist síðustu ár. Við viljum bæta aðgengi einstaklinga að bókasöfnum og vonandi á fólk eftir nýta sér þau í auknum mæli.“
Gunnar segir að vonir séu bundnar við aukna notkun. „Það er mikilvægt að allir geti nýtt sér bókasöfnin óháð gjaldi.“
Hann bendir á að til að nýta sér gjaldfrjáls afnot er nauðsynlegt að viðkomandi hafi Fjarðakort, og nauðsynlegt er þau séu gefin eru út á nöfn handhafa.
Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex og eru þau öll samsteypusöfn. Sem þýðir að þau eru virk jafnt fyrir skóla sem almenning og eru öll staðsett í grunnskólum á hverjum stað og fer því opnunartími þeirra eftir starfsemi skólanna.
Eitt af sex bókasöfnum Fjarðabyggðar, bókasafnið í Neskaupstað. Staðsett í Nesskóla. Mynd úr safni.