„Það er svo gaman þegar skrítnar hugmyndir verða að veruleika“

„Þetta heppnaðist mjög vel og mættu um 120 manns, allsstaðar að úr fjórðungnum,“ sagði Christa M. Feucht, annar skipuleggjandi tónleikana Rock the boat sem fram fóru á Breiðdalsvík að kvöldi þjóðhátíðadags.

„Við vorum smá stressuð því það rigndi seinnipartinn, en svo stytti upp og kvöldið var einstaklega fallegt, sólin skein á hljómsveitina og allt var eins og best verður á kosið.

Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð og mikið hrós og við erum staðráðin í að gera þetta aftur að ári og nú þarf bara að fara að huga að fjármagni, en í heildina kostar viðburður sem þessi um 500 þúsund,“ segir Christa.




Datt ekki annað í hug en að segja já

Það er Kvenfélagið Hlíf á Breiðdalsvík í samstarfi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði sem stóð fyrir tónleikunum, en þar komu fram þeir Teitur Magnússon og Prins Póló fram ásamt hljómsveit. Frétt um tilurð þeirra má lesa hér.

Jón Knútur Ásmundsson lék á trommur með hljómsveitinni.

„Stemmningin var alveg einstaklega hugguleg,“ segir Jón Knútur sem segist ekki áður hafa tekið lagið um borð í bát.

„Mér finnst þetta alveg frábært framtak í alla staði og gaman að hafa slíkan viðburð á Breiðdalsvík. Það er svo gaman þegar skrítnar hugmyndir verða að veruleika og mér datt ekki annað í hug en að segja já við því að taka þátt,“ segir Jón Knútur.

Rock the boat2Rock the boat3

 Ljósmyndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar