Þjóðleikur í Sláturhúsinu í dag

Fimm leikhópar úr austfirskum grunnskólum taka í dag þátt í leikhússhátíðinni Þjóðleik í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Í ár er tíu ára afmælis Þjóðleiks, sem er leiklistahátíð ungs fólk haldin annað hvert ár á landsbyggðinni í samtarfi við Þjóðleikhúsið. Á lokahátíðinni í dag frumsýna ungir austfirskir leikarar verk eftir þjóðþekkta höfunda sem samið hafa sérstaklega fyrir verkefnið.

Verkin sem sýnd verða í ár eru Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, Eftir lífið eftir Sigtrygg Magnason og Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Backmann.

Fimm leikhópar frá Egilsstöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði sýna verkin á tveimur leiksviðum í Sláturhúsinu í dag. Hver hópur sýnir tvisvar.

Sýningar hefjast kl. 13:00 og standa yfir til kl. 19:30. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar