Þórhaddur vakir yfir Stöðvarfirði

Um síðustu helgi var haldið upp á tíu ára afmæli Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði.

Hluti af dagskrá afmælisins var afhjúpun á nýju útilistaverki við Sköpunarmiðstöðin en það ber heitið Þórhaddur og er eftir listamanninn Arngrím Sigurðsson.


Þórhaddur er sagður í Landnámu vera landnámsmaður Stöðvarfjarðar og um hann segir: „Þórhaddur hinn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mæri(na). Hann fýstist til Íslands og tók áður ofan hofið og hafði með sér hofsmoldina og súlurnar; en hann kom í Stöðvarfjörð og lagði Mærina-helgi á allan fjörðinn og lét öngu tortíma þar nema kvikfé heimilu. Hann bjó þar alla ævi, og eru frá honum Stöðfirðingar komnir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.