Skip to main content

Þrettándabrennur og flugeldasýningar á fjórum stöðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2023 10:49Uppfært 06. jan 2023 10:50

Þrjár þrettándabrennur auk þriggja flugeldasýninga á samtals fjórum stöðum verða haldnar á Austurlandi í kvöld.


Á Egilsstöðum er engin brenna, aðeins flugeldasýnins. Henni verður skotið upp frá Þverklettum klukkan 18:00.

Á Djúpavogi verður brenna á Hermannastekkum klukkan 17:00. Foreldrar barna í fimmta bekk Djúpavogsskóla sjá um brennuna en björgunarsveitin Bára býður þar upp á flugeldasýningu.

Á Borgarfirði verður brenna klukkan 20:00 við norðurenda flugvallarins. Líkur eru á að skessan Gellivör láti sjá sig þar.

Á Vopnafirði verður kveikt í brennu klukkan 16:30 á Búðaröxl. Kiwanisklúbburinn býður til flugeldasýningar sem verður í veglegra lagi þar sem klúbburinn er 55 ára í ár.

Helgin er annars róleg eystra. Skíðasvæðið í Stafdal opnaði í gær en enn er einhver bið á að nægur snjór verði í Oddsskarði.