Útilistaverk í Gleðivík
Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.
Oddviti, sveitarstjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps sátu óformlegan fund með Sigurði í byrjun mánaðarins, þar sem þokað var áfram hugmynd þessa efnis.