Tími til að læra ítölsku? Si, ovviamente!

Ítalía er reglulega í huga fólks, hvort sem það er að elda ítalskan mat eða afboða skíðaferðina sem fjölskyldan átti bókaða í vor. Hvað sem því líður auglýsir Verkmenntaskóli Austurlands ítölskunámskeið sem opin eru öllum og byrja á morgun, þriðjudaginn 3. mars. 


Um er að ræða ítölskunámskeið fyrir byrjendur og fer námskeiðið fram í húsnæði Verkmenntaskólans.  „Þetta er liður í okkar starfi að opna skólann meira og tengjast samfélaginu betur. VA langaði að bjóða upp á öðruvísi námskeið sem væri í boði fyrir alla og þá datt okkur þetta í hug. Svo er Óskar Ágúst líka svo góður kennari,“ segir Karen Ragnarsdóttir aðstoðarskólameistari.

Hún segir að það verði algjört grunnnámskeið.  „Já, markmiðið er að geta pantað sér pizzu og ís og sagt hvað þú heitir og bara verið kurteis á Ítalíu og þóst kunna eitthvað smá. Jafnvel segja að þú sért ekki með kórónavirusinn.“

Námskeiðið fer fram klukkan 19:00 til 21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum í húsnæði VA eins og fram hefur komið og stendur yfir í fjórar vikur. Nánari upplýsingar má nálgast á síður Cerkmenntaskólans á Facebook.

Verkmenntaskóli Austurlands. Myndin er fengin af vef Fjarðabyggðar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.