Tíu mest lesnu fréttirnar á Austurfrétt 2022

Þetta voru þær fréttir sem mest voru lesnar á Austurfrétt árið 2022:

1. „Eins og að vera inni í annarra manna húð“
Útdráttur úr ítarlegu viðtali Austurgluggans við Martein Lunda Kjartansson, transstrák frá Reyðarfirði, um hans sögu.

2. Halldór Jónasson greiðir hæstu skatta Austfirðinga
Samantekt um 25 gjaldahæstu einstaklingana á Austurlandi

3. Glæpamenn í stéttinni en ég er einn af þeim
Útgerðarmaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson á Borgarfirði sagði frá því þegar einn báta hans var tekinn fyrir brottkast.

4. Grafa í höfnina á Borgarfirði
Stór grafa fór á bólakaf í höfnina á Borgarfirði í beinni útsendingu vefmyndavélarinnar sem þar er til að fylgjast með lundanum.

5. Bílar og hús skemmd eftir ákeyrslu
Ökuferð um Eskifjörð aðfaranótt 9. desember reyndist ökumanni dýrkeypt.

6. Hlaup í Grímsá
Árið 2022 var ekki gott fyrir skurðgröfur á Austurlandi. Ein fór alveg á kaf og önnur slapp með skrekkinn þegar Grímsá óx í nóvember.

7. Staðan ekki alvarlegri í 25 ár
Mikil sókn var í þjónustu verktaka á Austurlandi. HEF veitum tókst ekki að ráðast í allar áætlaðar framkvæmdir vegna þess.

8. Vonbrigði með fordómafulla vísu á árshátíð
Frambjóðandi á lista Fjarðalistans fór með fordómafulla vísu á árshátíð Alcoa Fjarðaáls skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

9. Tvenn fjárhús í Breiðdal splundruðust í óveðrinu
Tvenn aflögð fjárhús heyrðu sögunni til eftir óveðrið á Austurlandi þann 25. september.

10. Austfirðingur ársins 2021
Kosningin um Austfirðing ársins 2021 var vinsæl. Davíð Kristinsson á Seyðisfirði fór þar með sigur af hólmi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.