Skip to main content

Tækniminjasafn fagnar afmæli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. nóv 2009 10:26Uppfært 08. jan 2016 19:20

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði á 25 ára afmæli á þessu ári. Til þess að fagna þessum áfanga verður haldið afmælisboð á safninu á morgun, laugardag, milli kl. 16 og 17. Sýningin ,,Safn á leiðinni"  verður opnuð og gestir fá tækifæri til þess að skoða hana með leiðsögn starfsmanna.

morsetaeki.jpg

Sr. Cecil Haraldsson, stjórnarformaður Tækniminjasafnsins, ávarpar gesti og Jóhann Grétar Einarsson, símritari, fyrrverandi símstöðvarstjóri og safnvörður segir nokkur vel valin orð. Léttar veitingar í boði. Boðið hefst á Símstöðinni, Hafnargötu 44 Seyðisfirði, kl. 16 stundvíslega.