Trjálífinu lýkur
Um helgina lýkur sýningu Handverks og hönnunar Trjálíf að Skriðuklaustri. Á sýningunni er fólk og dýr úr tré eftir átta íslenska handverksmenn. Sýningin hefur vakið mikla athygli bæði meðal barna og fullorðinna. Sumir munanna hafa hvergi verið sýndir áður þannig að hér gefst Austfirðingum einstakt tækifæri til að skoða íslenskt handverk eins og það gerist best. Munirnir eru allt frá eins sentímetra háum ísbjarnarhúnum upp í 130 cm háa kerlingu að norðan og allt þar á milli. Sýningin verður opin laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. apríl frá 13 – 17 báða dagana.