Tröllin koma

Keppnin Austfjarðatröllið 2008 fer fram á Austfjörðum um helgina. Keppni hefst rétt fyrir hádegi á morgun á Vopnafirði en lýkur á Breiðdalsvík seinni part laugardags.

 

ImageMeðal keppenda eru margir sterkustu menn landsins, meðal annars Stefán Sölvi, Páll Logi og Grétar Guðmundsson. Um helgina fara líka fram Breiðdalsvíkurdagar. Kraftakeppnin á laugardag er hluti þeirra en á sunnudag verður diskótek, pylsupartý, strandblak, reipitog og dorgveiðikeppni.

Dagskrá:

Fimmtudagur 14. ágúst
11:30 Vopnafjörður
17:00 Egilsstaðir

Föstudagur 15. ágúst
11:00 Borgarfjörður
14:30 Reyðarfjörður
17:00 Seyðisfjörður

Laugardagur 16. ágúst
11: 00 Fáskrúðsfjörður
14:30 Djúpivogur
17:00 Breiðdalsvík úrslitagreinar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar