![](/images/stories/news/folk/Ingunn_Þráinsdóttir.jpg)
Trump forseti er mesta undur veraldar
„Jólalína Flóru í ár leggur áherslu á hreindýrið,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, eigandi og hönnuður hjá Flóra Icelandic Design. Ingunn er í yfirheyrslu vikunnar.
Ingunn lærði grafíska hönnun frá NSCAD University í Halifax, Kanada. „Ég byrjaði með lítið kompaní árið 2010 sem kallast Flóra Icelandic Design. Þar hanna ég og framleiði vörur úr pappír og textíl með eigin teikningum. Ég legg mikla áherslu á að nota góð hráefni svo sem umhverfisvottaðan pappír og hreina bómull.
Í jólalínunni í ár er að finna jólakort, viskastykki, tauserviettur og borðrenningar með handþrykktum mynstrum.
„Í mínum huga eru hreindýr svo mikið jóla en þau eru líka ausfirsk og mér finnst gaman að tengja inn á það, þar sem ég legg alltaf áherslu á austfirskan uppruna Flóru og að vörurnar séu framleiddar á Austurlandi.“
Fullt nafn: Ingunn Anna Þráinsdóttir.
Aldur: 45 ára (úff).
Starf: Grafískur hönnuður.
Maki: Steingrímur Páll Hreiðarsson.
Börn: Tvær yndislegar dætur og tvö yndisleg stjúpbörn.
Hver er þinn helsti kostur? Ástrík.
Hver er þinn helsti ókostur? Óörygg.
Hvað er aðventan fyrir þér? Kerti og kósý, rökkur og tilhlökkun.
Hvernig koma hugmyndirnar til þín? Einhversstaðar innan úr mér.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Súkkulaði.
Drauma-laugardagur? Veiðitúr með Steina Palla.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, sódavatn og parmesan.
Mesta undur veraldar? Trump forseti.
Hvað bræðir þig? Maðurinn minn.
Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna snemma, vinna 8-17, hlaupa, taka til, klóra hundinum (oft), eyða tíma með fjölskyldu, horfa á góða mynd og fer svo seint að sofa.
Hvað ertu með í töskunni? Gleraugnapúss, veski, hleðslusnúru fyrir úrið, eldgamlar kvittanir, símann, varasalva og eitthvað sem ég hef týnt og fundið aftur.
Dulinn hæfileiki? Armbeygjur upp við vegg standandi á haus.
Íþróttaiðkun? Ég er í 19 vikna hlaupaprógrammi og það heldur mér vel við efnið.
Hvernig líta kosífötin þín út? Leggings og bolur.
Syngur þú í sturtu? Nei.
Ertu nammigrís? Já innst inni en held honum grimmt niðri.
Besta bíómynd allra tíma? Gladiator.
Settir þú þér áramótaheit? Já, að massa mig upp og vera góð mamma.
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Hafa það huggulegt með yngstu dótturinni og manninum mínum þegar hann verður ekki að vinna. Hlaupa og vinna í Flóru.