Tvö tilboð

Tvö tilboð bárust í rekstur mötuneytis og ræstingar í Fljótsdalsstöð. Útboðin voru opnuð fyrir helgi en eins og Austurglugginn greindi frá fældust heimamenn stranga útboðsskilmála.

Fljótsdalsstöð. Mynd: GG
Tæpum tuttugu milljónum króna munar á tilboðunum. Lægra tilboðið, tæpar 37 milljónir króna, kom frá ISS Ísland ehf. en hið hærra frá Selsburstum ehf. rúmar 55 milljónir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir menn þar fara yfir tilboðin. „Eins og með önnur útboð  verður  farið yfir  tilboðin og þau metin. Það sem

slík skoðun felur í sér er meðal annars að verð, gæði og hvort  menn standast kröfur sem gerðar eru skoðuð. LV tekur í hverju tilfelli því tilboði sem hagstæðast er að því gefnu að það standist þær kröfur sem gerðar eru.

Það er alvanalegt að menn bjóði ólíkar upphæðir í sama verkið  - þannig að tuttugu milljóna munur þarf ekki að  koma á óvart.  Hins vegar  þarf lægsta boð ekki endilega að jafngilda  hagstæðasta boði almennt séð í útboðum.“

Í byrjun vikunnar var auglýst eftir tilboðum í ýmsa verkþætti og frágang Kárahnjúkastíflu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.