Tveir fræðslufyrirlestrar í dag

Tveir fræðslufyrirlestrar verða haldnir í dag, annars vegar um veðurathuganir að Teigarhorni í Berufirði, hins vegar um baðstofumenninguna.

Í nóvember eru 150 liðin frá því veðurathuganir hófust að Teigarhorni. Veðurstofa Íslands og Fólkvangurinn að Teigarhorni bjóða því til hádegisfyrirlestrar í Löngubúð á Djúpavogi um sögu veðurathugana að Teigarhorni.

Tveir sérfræðingar frá Veðurstofunni verða þar með erindi, annars vegar fjallar Kristín Björg Ólafsdóttir um tíðarfarið að Teigarhorni, hins vegar segir Guðrún Nína Petersen frá vísindunum á bakvið veðurspár.

Síðar í dag verður afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir meira en eitt hundrað ára samfelldar mælingar að Teigarhorni.

Klukkan átta í kvöld verður síðan kvöldvaka í Hallormsstaðaskóla með Eyjólfi Eyjólfssyni, þjóðfræðingi og tónlistarmanni. Erindi hans heitir: „Fallega syngur langspilið“ og fjallar hann þar um rannsóknir á sviði óáþreifanlegs menningararfs þar sem hann hefur skoðað þjóðlagatónlist, baðstofumenningu og möguleika tónlistararfs til nýsköpunar.

Mynd: Andrés Skúlason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.