Skip to main content

Tveir Lottóvinningar seldir eystra

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. nóv 2021 09:58Uppfært 01. nóv 2021 09:59

Tveir vinningar í Lottói helgarinnar voru seldir á austfirskum sölustöðum.


Annars vegar var um að ræða annan vinning í aðalleik Lottós, fjórar aðaltölur réttar auk bónustölu. Sá miði var seldur í Brekkunni á Stöðvarfirði. Á þann miða komu 199.570 krónur. Sex aðrir voru með þennan vinning.

Þá var annar vinningur í Jókerleiknum, fjórar tölur í réttri röð, seldur í Olís í Neskaupstað. Í hlut þess vinningshafa komu 100.000 krónur. Fimm aðrir deildu vinningnum.

Einn fékk aðalvinninginn, 52,9 milljónir króna. Sá miði var seldur í áskrift.