Tveir Lottóvinningar seldir eystra

Tveir vinningar í Lottói helgarinnar voru seldir á austfirskum sölustöðum.

Annars vegar var um að ræða annan vinning í aðalleik Lottós, fjórar aðaltölur réttar auk bónustölu. Sá miði var seldur í Brekkunni á Stöðvarfirði. Á þann miða komu 199.570 krónur. Sex aðrir voru með þennan vinning.

Þá var annar vinningur í Jókerleiknum, fjórar tölur í réttri röð, seldur í Olís í Neskaupstað. Í hlut þess vinningshafa komu 100.000 krónur. Fimm aðrir deildu vinningnum.

Einn fékk aðalvinninginn, 52,9 milljónir króna. Sá miði var seldur í áskrift.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.