Ungur austfirskur plötusnúður eltir draumana í borginni

Árni Rafn Elfar Zannýarson er ungur austfirskur plötusnúður sem hefur gengur vel að koma sér á framfæri á skemmtistöðum Reykjavíkur. Árni kemur fram sem plötusnúður undir nafninu Nonni Clausen og hefur spilað á skemmtistöðum á borð við Prikið og Lebowski Bar.

Árni flutti til Norðfjarðar þegar hann var 10 ára gamall og bjó þar þangað til hann flutti til Reykjavíkur liðlega tvítugur árið 2020 en hefur síðan þá eytt stórum hluta af sumrunum sínum að vinna og spila tónlist í Neskaupstað. Árni byrjaði ferilinn sem plötusnúður í Beituskúrnum í Neskaupstað þar sem hann fékk tækifæri til að halda sitt fyrst gigg. Hann tók fjölmörg gigg þar sumrin 2021 og 2022. Hann kom ásamt því fram á Neistaflugi og sjómannadagshelginni í Neskaupstað ásamt opnunarpartý LungA hátíðarinnar á Seyðisfirði sumarið 2022.

Síðan hann flutti til Reykjavíkur hefur hann unnið að því að koma sér á framfæri sem plötusnúður á skemmtistöðum borgarinnar. Hann hefur spilað á skemmtistöðum á borð við Prikið og 2guys en flestar helgar er hægt að finna hann á Lebowski Bar þar sem hann fyllir dansgólfið. Árni segir að til þess að koma sér á framfæri í Reykjavík hafi hann þurft að vera leiðinlegi pirrandi gæinn. “Ég var alltaf að senda tölvupóst og instagram skilaboð á skemmtistaði en fékk ekki nein svör fyrst”.

„Þegar ég fékk að spila nokkrum sinnum á Beituskúrnum var komin ákveðin spenna í kringum nafnið. Ég náði að væla í vaktstjórunum á Lebowski og fékk að spila þar. Eftir að þú ert kominn inn á einn stað þá fer þetta að rúlla”.

Árni kemur fram undir nafninu Nonni Clausen en undir sama nafni má finna hann á streymisveitunni Spotify. Þar er hann með yfir 320 þúsund spilanir á mixinu sínu „Dagvaktinn” sem hann mixaði heima hjá sér í Neskaupstað árið 2018.

„Boltinn fór að rúlla þegar ég fékk að spila á Beituskúrnum”.

Árni segir drauminn vera að ferðast meira og gera þetta að stærra verkefni. „Mig langar að gera þetta að stærra verkefni í framtíðinni og halda mín eigin show um landið. Ekki endilega spila sjálfur heldur vera á bak við tjöldin og sjá um tónlistarhátíðir og tónleikakvöld.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar