Uppsagnir hjá Fjarðabyggð
Starfsmönnum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í áhaldahúsum á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Stöðvarfirði var sagt upp í dag. Fjarðabyggð sagði einnig upp skrifstofufólki á Norðfirði og Reyðarfirði í gær. Tilgangurinn mun vera að afnema þær greiðslur til starfsfólksins sem eru umfram kjarasamninga. Bæjaryfirvöld hafa sett stefnuna á 10% niðurskurð í launakostnaði hjá sveitarfélaginu á þessu ári og er þetta liður í að fylgja samþykkt þar um eftir.