Úthlutað úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Útlhlutað var úr minningarsjóði Ágústar Ármanns á dögunum. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár hlutu þau Þorvaldur Örn Davíðsson, Júlíus Óli Jacobsen og María Bóel Guðmundsdóttir styrk.


Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og fer úthlutun fram á fæðingardegi Ágústar Ármanns 23.febrúar ár hvert.

Í fréttatilkynningu frá stjórn minningarsjóðsins segir að áhersla sé lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar geti sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.

Einstaklingarnir þrír sem hlutu styrk að þessu sinni eru komnir mislangt í sínum tónlistarferli en Þorvaldur Örn Davíðsson sem er er fæddur og uppalinn Eskfirðingur stundaði tónlistarnám fyrst á Eskifirði og svo hjá Ágústi Ármann í Neskaupstað þar sem hann lauk miðprófi í píanóleik.

„Hann færði sig síðan norður á Akureyri þar sem hann útskrifaðist með framhaldspróf í píanóleik og lauk BA prófi í tónsmíðum. Þorvaldur fær styrk vegna kantórsnáms við Tónskóla Þjóðkirkjunnar en þar er hann á lokaári,“ segir einnig í tilkynningunni.

Tveir Norðfirðingar hlutu einnig styrk. Þau Júlíus Óli Jacobsen og María Bóel Guðmundsdóttir

„Þetta mun nýtast ofboðslega vel þegar kemur að skólagjöldum og ég er ofboðslega þakklátur og hæstánægður hafa fengið styrkinn,“ segir Júlíus Óli.

Hann hefur stundað nám í 8 ár við Tónskóla Neskaupstaðar í píanóleik. Hann fær styrk til að hefja nám við Menntaskólann í tónlist. Þar stefnir hann á að fara í Rythmíska tónlistarbraut með píanó sem aðalhljóðfæri.

María Bóel hefur stundað píanónám við Tónskóla Neskaupstaðar í tæp 12 ár og fær styrk til að fara í nám í Tónlistarskóla FÍH. María ætlar að stunda nám við söngdeild skólans.


María Bóel, Þorvaldur Örn og Júlíus Óli. Myndin er aðsend. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar