Skip to main content

VA í sjónvarpshluta Gettu betur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2023 09:18Uppfært 19. jan 2023 09:41

Lið Verkmenntaskóla Austurlands komst í gærkvöldi í sjónvarpshluta spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, með glæsilegum sigri á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.


VA hitti á góðan dag og vann viðureignina 27-18. Þetta er annað árið í röð sem VA kemst í sjónvarpshluta keppninnar og í þriðja skiptið alls.

Lið VA skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson. Ragnar Þórólfur var einnig í liðinu í fyrra sem beið lægri hlut fyrir Menntaskólanum í Reykjavík í átta liða úrslitunum. Þess má geta að hann og Geir Sigurbjörn eru tvíburar.

Menntaskólinn á Egilsstöðum er hins vegar úr leik eftir að hafa tapað 29-20 fyrir Verzlunarskólanum á mánudagskvöld. Lið ME lenti illa undir í hraðaspurningunum en vann heldur á í bjölluspurningunum.

Mynd: VA