Væri nokkuð betra að vera einhver annar? Viltu prófa að lifa lífi breskrar konu?

Breska ríkisútvarpið leitar nú að íslenskri konu sem vill skipta á verustað við breska konu í nokkra daga fljótlega eftir áramót. Verið er að taka upp fyrir nýja ferðaþætti BBC.

Um er að ræða sex þátta röð. Í hverjum þætti er fylgst með einum Breta sem er sendur til fjarlægs staðar og gengur þar inn í líf heimamanns í viku. Heimamaðurinn skiptir á móti við Bretann.

Framleiðendur þáttanna hafa meðal annars leitað hófanna á Austurland en búið er að taka efni í þáttinn í ýmsum heimsálfum.

„Þáttaröðin veitir þeim sem valdir eru tækifæri til að upplifa ævintýri sem ekki ert hægt að kaupa fyrir peninga; tækifærið til að lifa í stuttan tíma allt öðru lífi fjarri heimili sínu.“

Til stendur að taka upp á Íslandi í byrjun eða um miðjan janúar. Leitað er að einhverri sem vill skipta á lífi sínu við breska konu í 7-10 daga.

„Ef þú ert stödd á vegamótum í lífi þínu og telur það að feta í spor breskrar konu í viku gæti hjálpað þér til að taka stórar ákvarðanir í lífi þínu þá viljum við gjarnan heyra í þér.

Við sendum þá sem valin verður á ónefndan stað einhvers staðar í Bretlandi. Á meðan þú ert þar mun breskur staðgengill þinn fara á þínar heimaslóðir og lifa þínu lífi.

Í um það bil viku munið þið lifa í veröld hvorrar annarrar: umgangast vini og fjölskyldu hinnar, ganga í vinnu hinnar, prófa áhugamál hvorrar annarrar og kynnast löndunum frá sjónarhóli íbúa frekar en ferðamanns.“

Leitað er að:

- Konum sem tala góða ensku
- Konum sem helst hafa aldrei áður komið til Bretlands
- Konum sem hafa góða ástæðu til að vilja prófa að búa í Bretlandi
- Konum sem standa á vegamótum í lífi sínu
- Konum á aldrinum 25-50
- Konum í dreifbýli sem búa á áhugaverðu umhverfi, eru í áhugaverðu starfi eða sérstakan lífstíl

Áhugasamar eru beðnar um að senda tölvupóst sem fyrst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með stuttri lýsingu á sér og upplýsingum um nafn, aldur, staðsetningu, hjúpskaparstöðu og barnafjölda. Framleiðendur munu hafa samband sem fyrst enda þarf að hafa hraðar hendur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar