Víðar leitað fjár en í íslenska hagkerfinu

Bændur eru nú margir í óða önn að taka fé sitt á hús og velja sláturfé.

Svo var einnig um Geirmund bónda Þorsteinsson á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá, en hann hýsti fé sitt um helgina og skildi villifé af öðrum bæjum frá. 

Féð var sumt hið  baldnasta og þannig stökk til að mynda einn vígalegur hrútur yfir girðingu sem fis væri og hljóp út í móa. Tíkin Káta elti hann þó uppi og við tóku svo bræðurnir Erlendur og Þorsteinn Steinþórssynir sem drógu hrússa nauðugan á hornunum í hús. Er skimað var yfir fjárhópinn þóttu lömbin óvenju lagðprúð og myndarleg af fjalli. f3.jpg

f2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar