Vegfarendur vari sig á hreindýrahjörð á Fagradal
Stór hjörð hreindýra er skammt frá veginum yfir Fagradal, Reyðarfjarðarmegin, og telur hún um níutíu dýr; fullorðna tarfa, kvígur og kálfa. Hjörðin hefur verið á þessum slóðum í vetur og kvarta bílstjórar sáran yfir því að önugt sé að aka þessa leið snemma morguns í myrkrinu. Þá hlaupi dýrin þvers og kruss yfir veginn og megi menn hafa sig alla við að aka ekki á þau.
Vegfarendur eru því beðnir um að sýna sérstaka aðgát á dalnum.