Vegna ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð
Vefsíðunni hafa borist svofelld skilaboð vegna aðsendrar greinar Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings um Vatnajökulsráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðinn föstudag:(Frá ritstjóra vefsins: Að umræddri ráðstefnu stóðu Vatnajökulsþjóðgarður, Þróunarfélag Austurlands, Markaðsstofa Austurlands, Vaxtarsamningur Austurlands, Fljótsdalshérað og Sveitarfélagið Hornafjörður. Þessir aðilar hafa allir merki sín undir auglýsingu um ráðstefnuna. Að sögn Eiríks Bj. Björgvinssonar, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs fól svonefnt Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þjóðgarðsverði Austursvæðis og Þróunarfélagi Austurlands að halda utan um framkvæmd ráðstefnunnar.
Vínveitingar í lok hennar voru í boði Landsvirkjunar.
Eiríkur sagði í samtali mjög fýsilegt að halda sérstaka ráðstefnu sem tæki á náttúruvernd í þjóðgarðinum. Ráðstefnan síðastliðinn föstudag hafi meira verið miðuð út frá tækifærum í ferðaþjónustunni í tengslum við hinn nýja þjóðgarð. Sambærileg ráðstefna/kynning hafi verið haldin á Höfn síðastliðið haust.)