Veiðimenn og annað gott fólk

Samfélag veiðimanna á Egilsstöðum biðlar til veiðimanna á Héraði og allra annarra sem telja sig aflögufæra að fara í gegnum frystikistur sínar og gefa af ónýttum afla sínum eða birgðum til þeirra sem eru hjálpar þurfi.

leg-of-lamb.jpg

Tekið verður á móti framlögum frá veiðimönnum og öðrum hjá Flytjanda að Lyngási 10 á Egilsstöðum dagana 12-18 desember frá 08:00 -  12:00 og 13:00 – 17:00, en Flytjandi lánar frystigeymslu án endurgjalds.

Matargjafir fyrir jólin

Lionsklúbburinn Múli í Fljótsdalshéraði mun síðan úthluta gjöfum til þeirra sem sérstaklega hafa þörf fyrir hjálp nú fyrir jólin.

Sýnum samhug í verki og styrkjum þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu á þessum erfiðu tímum og ekki síst í okkar  heimabyggð. Nánari upplýsingar fást hjá:
Árna í síma 699 4569
Guðgeir í síma 860 2949

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar