Skip to main content

Veraldarvinir opna sýningu í Neskaupstað í dag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. ágú 2009 14:42Uppfært 08. jan 2016 19:20

Sextán sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina, bjóða íbúum Fjarðabyggðar og öðrum gestum á ljósmyndasýningu sem opnar í vélaverkstæði dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað kl. sex í dag.

veraldarvinir.jpg

,,Við erum sextán sjálfboðaliðar og komum alls staðar að úr heiminum til að vinna að umhverfis- og ljósmyndaverkefni í tvær vikur hér í Fjarðabyggð. Við komum hingað fyrst með það í huga að deila með ykkur ógleymanlegri reynslu í íslensku samfélagi en einnig til að hreinsa umhverfið og hugsa um náttúruna.

Okkur þykir verulega vænt um náttúruna á þessum fallega stað og langar okkur til að fanga minningarnar með fallegum ljósmyndum. Við höfum gengið um byggðina og tekið myndir af fólki, landslagi og hvers dags lífinu á þessum yndislega stað.

Í tilefni af þessu er ykkur boðið á ljósmyndasýninguna sem mun eiga sér stað að Vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað klukkan 18 til 21, 20. ágúst 2009. Sýningin verður einnig opin föstudag og laugardag milli kl. 14 og 19.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Veraldarvinir.“