Veraldarvinir opna sýningu í Neskaupstað í dag
Sextán sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina, bjóða íbúum Fjarðabyggðar og öðrum gestum á ljósmyndasýningu sem opnar í vélaverkstæði dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað kl. sex í dag.

Okkur þykir verulega vænt um náttúruna á þessum fallega stað og langar okkur til að fanga minningarnar með fallegum ljósmyndum. Við höfum gengið um byggðina og tekið myndir af fólki, landslagi og hvers dags lífinu á þessum yndislega stað.
Í tilefni af þessu er ykkur boðið á ljósmyndasýninguna sem mun eiga sér stað að Vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað klukkan 18 til 21, 20. ágúst 2009. Sýningin verður einnig opin föstudag og laugardag milli kl. 14 og 19.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
Veraldarvinir.“
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.