Viðarkyndistöð styrkt

Uppsetning viðarkyndistöðvar á Hallormsstað hlaut næst hæsta styrkinn, 2,5 milljónir króna, þegar úthlutað var úr Orkusjóði í vikunni.

 

Kyndistöðin, sem á að hita upp grunnskólann á Hallormsstað, er tilraunaverkefni sem Skógráð ehf. og Skógrækt ríkisins standa daman að. Í rökstuðningi úthlutunarnefndarinnar segir að það frumherjastarf sem unnið er á Hallormsstað geti skapað markað fyrir timburafurðir skógarbænda. Í framhaldinu af kyndistöð skólans er gert ráð fyrir annarri til að hita íbúðarhús á staðnum.

Fjórtán verkefni hlutu styrk úr sjóðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar