„Við erum að leggja okkur fram og viljum verða betri“

Nýverið tók eskifirska fyrirtækið Tanni Travel á móti gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar, Vakanum. Vottunin gerir utanumhald á rekstri fyrirtækja betra og skilvirkara fyrir starfsfólk og stjórnendur. 

 

Díana Mjöll Sveinsdóttir framkvæmdarstjóri Tanna Travel, segir það virkilega ánægjulegt að þessi áfangi hafi náðst. „Já við erum mjög ánægð og stolt yfir þessu. Þetta hefur verið lengi í vinnslu og við erum í raun búin að hugsa um þetta lengi  og hefur tekið þetta í smá smá skrefum,“ segir hún.

Hún bætir við að þegar þau hjá Tanna fóru á fullt að vinna að því að klára vottunina hafi vinna tekið um eitt ár.

Vottun hafði ekki ekki miklar breytingar í för með sér að sögn Díönu. „Í raun ekki. Þetta snýst að miklu leyti um að hafa allt á blaði. Að hafa skýra ferla í kringum alla hluti, alla þætti sem snýr að rekstri fyrirtækisins. Við vorum að gera alla þessa hluti en þessi ferlar voru ekki skrifaðir niður eða skrásettir. Nú er skýrara utanumhald.

Þetta er ekki stórt fyrir tæki og allir verkferlar til og allir þekkja sín hlutverk og hvernig á að bregðast við hinu þessu en ekkert til á svörtu og hvítu. Stærsta verkefnið í því að fá Vakann var að skrá setja og koma öllu niður að blað,“ útskýrir hún. En það var vottundarstofan Tún sem sá um úttektina á starfsemi fyrirtækisins. 

Vakin er tvískipt vottun. Annars vegar gæðavottun og hins vegar umhverfisvottun, þar sem Tanni er með bronsvottun, sem er skilyrði í Vakanum. "Markmið okkar núna er silfur, þar sem við þurfum m.a að hafa haldið grænt bókhald í 12 mánuði sem snýst um að halda efnisbókhald og setja sér markmið í þeim efnum.

 „Í því felst til dæmis flokkun á rusli, allskyns mælingar eins og útblæstri bíla og auka hvar við getum endurunnið. Kaupa inn umhverfisvænni vörur. Eins og með vottunina sem við vorum að fá þá erum við að hugsa út í þessi mál og farin gera margt af þessu sem þarf til að fá grænu vottunina,“ segir hún.

Díana segir fyrirtækið ekki finna mikiðfyrir því ennþá að kúnnar hugsi út í þessa hluti hjá fyrirtækjunum. 

„En auðvitað er mikið af kúnnum sem horfa á hvernig fyrirtæki vinna. Það er komið svo lítill reynslutími á þetta hjá okkur en við búumst við því að fólk horfi eftir þessu. Til lengri tími litið þá mun þetta skipta miklu máli.  

Við erum að leggja okkur fram og viljum verða betri og alltaf leita nýrra leiða til að gera fyrirtækið betra. Vonandi svo fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki,“ segir Díana.

 

Sigurbjörn Jónsson, yfirmaður bíladeildar Tanna, Díana Mjöll Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Tanna og Ragnar Þórðarson frá Vottunarstofunni Tún. Mynd: Tanni Travel

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar