Yfirheyrslan: Safnvörður, einkaþjálfari og þolfimikennari

Fjóla Þorsteinsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni á Fáskrúðsfirði og virðist þjálfa hvert einasta mansbarn þar þegar hún er ekki að sinna safninu Frakkar á Íslandsmiðum. 

 

 

Austurfréttir náði í skottið á Fjólu sem var í fríi Gran Canarí að sleika sólina. Hún á það örugglega skilið þar sem hún virðist lifa mjög annasömu lífi bæði á sumrin og veturna sem safnvörður og einkaþjálfari. 

Fjóla er í yfirheyrslu vikunnar. 

 

 

 

Yfirheyrslan:

Fullt nafn: Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir        

Aldur: 57 ára

Starf: Ég er safnvörður á safninu Frakkar á Íslandsmiðum, einkaþjálfari og þolfimikennari.    

Maki: Sigurður Ágúst Pétursson

Börn: Pálmi Fannar og Birkir Fannar

Áhugamál? Hreyfing, tónlist, fara í ferðir með Beggu vinkonu minni og svo læra meiri frönsku.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Fáskrúðsfjörður og Stöðvafjörður

Hver er þinn helsti kostur? Jákvæðni

Hver er þinn helsti ókostur? Ég fer sundum fram úr mér

Hver er alltaf til í ísskápnum hjá þér? Ostur

Ertu nammigrís? Nei alls ekki

Kaffi eða te? Kaffi

Hvað er leiðinlegasta húsverkið og af hverju?  Það er að elda mat enda sér maðurinn minn um að elda.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Á sumrin vakna ég klukkan sjö, fæ  mér kaffi, snyrti mig og fer á safnið og gjörsamlega nýt þess. Á veturna vakna ég snemma, fæ mér kaffi, vinn sem einkaþjálfari, útiganga með sjálfinu, þjálfa yndislega krakka í sundi, þjálfa eldri borgara, þjálfa Vatnaliljur og fleira. Horfi svo á nákvæmlega allt í sjónvarpinu á kvöldin og prjóna.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín sem lést fyrir aldur fram. 

Mesta afrek? Fæðing sona minna

Duldir hæfileikar? Ljósmyndun

Besta bíómynd allra tíma? Forrest Gump

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleika

Topp þrjú á þínum „bucket list“? Lifa lífinu glöð einn dag í einu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar