Ylur reisir skála í Laugarfelli
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hefur ákveðið að ganga að tilboði Yls ehf. um jarðvinnu og uppsteypu á nýjum ferðamannaskála sveitarfélagsins í Laugarfelli og er búið að ganga frá samningi við Yl, sem var lægstbjóðandi í verkið. Samið hefur verið við Svein Þórarinsson verkfræðing á Egilsstöðum um eftirlit og verkstjórn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fjögur tilboð bárust í jarðvinnu og uppsteypu í Laugarfelli:
Guðmundur Ármannsson, kr. 18.977.557-
Guðmundur Ármannson, frávik kr. 10.946.640.-
Ársverk, kr. 7.979.000-
Ylur ehf, kr. 7.817.220-
Í fundargerð Fljótsdalshrepps frá nóvember segir að þegar hafi verið gengið frá samningi við lægstbjóðanda. Valdir voru litir á skálann, veggir koxgráir, gluggar og þakbrún rautt (rauðbrúnt, vínrautt) og þak ljósgrátt.