Ylur reisir skála í Laugarfelli

Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hefur ákveðið að ganga að tilboði Yls ehf. um jarðvinnu og uppsteypu á nýjum ferðamannaskála sveitarfélagsins í Laugarfelli og er búið að ganga frá samningi við Yl, sem var lægstbjóðandi í verkið. Samið hefur verið við Svein Þórarinsson verkfræðing á Egilsstöðum um eftirlit og verkstjórn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Fjögur tilboð bárust í jarðvinnu og uppsteypu í Laugarfelli:

 

Guðmundur Ármannsson, kr. 18.977.557-

Guðmundur Ármannson, frávik kr. 10.946.640.-

Ársverk, kr. 7.979.000-

Ylur ehf, kr. 7.817.220-

          

 

Í fundargerð Fljótsdalshrepps frá nóvember segir að þegar hafi verið gengið frá samningi við lægstbjóðanda. Valdir voru litir á skálann, veggir  koxgráir, gluggar og þakbrún rautt (rauðbrúnt, vínrautt) og þak ljósgrátt.                                                  

Vildarvinir

Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.

Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?

Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.