Dagarnir 5. - 15. nóvember voru helgaðir ljósinu og myrkrinu áAusturlandi og var ýmislegt gert til að hlýja hjartanu og huganum áHéraði á þessum dögum. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs lét ekkisitt eftir liggja og skipulagði ýmislegt skemmtilegt í skammdeginu.
Í tilkynningu frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs segir að meðal annars hafi Kristín Rut Eyjólfsdóttir opnað myndlistarsýningu íanddyri Sláturhússins á Egilsstöðum þar sem hún sýndi ný verk. Einnigvar Kristín með samfélagsverk þar sem íbúar bæjarins voru hvattir tilað taka þátt í að mála eitt stórt listaverk og leggja frjáls framlögí pott í leiðinni. Sá pottur verður afhentur Geðhjálp á Austurlanditil eignar og nota þar sem þau finna mestu þörfina. Einnig er fyrirtækjum og einstaklingum gefinn kostur á að bjóða ísamfélagsverkið stóra, en það er málað með svartri málningu átöluvert stóra frauðplastplötu. Verkið er til sýnis í Sláturhúsinufyrir þá sem hafa áhuga á að koma með boð í það.Nemendur í sjónlistum í Menntaskólanum á Egilsstöðum héldu stórayfirlitssýningu yfir verk sín í Sláturhúsinu á sama tíma og var þaðmjög áhugaverð og fjölbreytt sýning þar sem unnið var með textaverkog bókverk á mjög fjölbreyttan og frjóan hátt. Kennari þeirra ermyndlistarkonan Ólöf Björk Bragadóttir.
Tvö námskeið voru haldin til að birta upp skammdegið og voru þaðbrjóstsykursgerð og kertagerð. Bæði námskeið lukkuðust afar vel ogvoru vel sótt. Kertagerðin fór fram í Sláturhúsinu á efri hæðinni meðyndislegt útsýni yfir skóg og fljót. Framleidd voru dýfikerti,kóngakerti, fléttukerti, tólgarkerti og býflugnavaxkerti auk þess semkrem var búið til úr ólífuolíu og býflugnavaxi. Tókst þettaeinstaklega vel og mun einn námskeiðsgesturinn hafa keyptkertagerðarefni í massavís og ætlar að bjóða handgerð jólakerti tilsölu á Jólamarkaði BARRA þann 12. desember næstkomandi.
-
Gestur á myndlistarsýningu Kristínar Rutar Eyjólfsdóttur í Sláturhúsinu spjallar við listakonuna.
Sjónlistir menntskælinga skoðaðar.Kertagerðarnámskeið í Sláturhúsinu.Myndir/Ingunn Þráinsdóttir.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.