Yndislegir Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði
Dagarnir 5. - 15. nóvember voru helgaðir ljósinu og myrkrinu á Austurlandi og var ýmislegt gert til að hlýja hjartanu og huganum á Héraði á þessum dögum. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs lét ekki sitt eftir liggja og skipulagði ýmislegt skemmtilegt í skammdeginu.

Tvö námskeið voru haldin til að birta upp skammdegið og voru það brjóstsykursgerð og kertagerð. Bæði námskeið lukkuðust afar vel og voru vel sótt. Kertagerðin fór fram í Sláturhúsinu á efri hæðinni með yndislegt útsýni yfir skóg og fljót. Framleidd voru dýfikerti, kóngakerti, fléttukerti, tólgarkerti og býflugnavaxkerti auk þess sem krem var búið til úr ólífuolíu og býflugnavaxi. Tókst þetta einstaklega vel og mun einn námskeiðsgesturinn hafa keypt kertagerðarefni í massavís og ætlar að bjóða handgerð jólakerti til sölu á Jólamarkaði BARRA þann 12. desember næstkomandi.
-
Gestur á myndlistarsýningu Kristínar Rutar Eyjólfsdóttur í Sláturhúsinu spjallar við listakonuna.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.