


„Man eftir rauða bænum fyrir austan úr kosningasjónvarpinu“
Heimildamyndin Litla-Moskva, sem fjallar um sögu sósíalistanna sem voru við völd í Neskaupstað fram eftir 20. öldinni, verður sýnd í Egilsbúð um helgina. Leikstjórinn segist spenntur fyrir að sýna myndina eystra.
Rithöfundalestin endurspeglar glæsilegt austfirskt bókaár
Austfirskir rithöfundar mynda meirihlutann í árlegri rithöfundalest sem leggur af stað um fjórðunginn í kvöld. Ferðalagið snýst ekki síður um að mynda samband milli rithöfunda heldur en upplesturinn sjálfan.„Það er gaman að brjóta hversdaginn upp“
„Við gerðum bara eina risastóra pöntun, svolítið eins og verið væri að kaupa íþróttabúninga á stórt félag,“ segir Stella Rut Axelsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, um samstæða kjóla sem kvenkyns starfsmenn við skólann skarta á föstudögum í desember.
Reykjavíkurdætur veita innblástur
„Rithöfundalestin er mjög skemmtileg og mikilvæg viðbót við menningarlífið á Austurlandi,“ segir Héraðsbúinn og skáldið Stefán Bogi Sveinsson, sem ferðast með lestinni um Austurland um helgina og les upp úr ljóðabók sinni Ópus sem kom út fyrir stuttu. Stefán Bogi er í yfirheyrslu vikunnar.
Hljómaði spennandi að gefa út blað
Nýtt tölublað af skólablaði Grunnskóla Eskifjarðar, Skólabununni, kemur út á næstu dögum. Nemendur í valáfanga standa að baki útgáfunni sem inniheldur tíðindi og viðtöl úr bæjarlífinu. Þeir eru stoltir af útgáfunni.
Helgin: „Eins og jólin hefðu gubbað á sviðið“
„Leikþættirnir gerast á mismunandi stigum jólaundirbúnings. Sá fyrri í október, en sá seinni á aðfangadag. Við hönnun leikmyndar þess seinni var markmiðið okkar að láta líta út eins og jólin hefðu gubbað á sviðið. Og ég held að okkur hafi alveg tekist það," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, annar tveggja leikstjóra á jóladagskrá Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Jól í poka.
Einstakt að upplifa afrakstur vinnunnar fara út í kosmósið
Austfirska kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar var að senda frá sér jólaplötuna Jól sko!, en útgáfuhóf verður haldið í Mathöllinni á Granda á morgun föstudag.