Ágústnótt varð að jólanótt

Lag Egilsstaðabúans Valgeirs Skúlasonar keppir nú við sjö önnur um hylli landsmanna í jólalagasamkeppni Rásar tvö. Valgeir segir vera ánægjulega tilfinningu að heyra lagið spilað í útvarpinu. Annað lag er í keppninni sem á rætur sínar að rekja til Austurlands.

Lesa meira

Rithöfundalestin endurspeglar glæsilegt austfirskt bókaár

Austfirskir rithöfundar mynda meirihlutann í árlegri rithöfundalest sem leggur af stað um fjórðunginn í kvöld. Ferðalagið snýst ekki síður um að mynda samband milli rithöfunda heldur en upplesturinn sjálfan.

Lesa meira

„Það er gaman að brjóta hversdaginn upp“

„Við gerðum bara eina risastóra pöntun, svolítið eins og verið væri að kaupa íþróttabúninga á stórt félag,“ segir Stella Rut Axelsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, um samstæða kjóla sem kvenkyns starfsmenn við skólann skarta á föstudögum í desember.

Lesa meira

Hljómaði spennandi að gefa út blað

Nýtt tölublað af skólablaði Grunnskóla Eskifjarðar, Skólabununni, kemur út á næstu dögum. Nemendur í valáfanga standa að baki útgáfunni sem inniheldur tíðindi og viðtöl úr bæjarlífinu. Þeir eru stoltir af útgáfunni.

Lesa meira

Helgin: „Eins og jólin hefðu gubbað á sviðið“

„Leikþættirnir gerast á mismunandi stigum jólaundirbúnings. Sá fyrri í október, en sá seinni á aðfangadag. Við hönnun leikmyndar þess seinni var markmiðið okkar að láta líta út eins og jólin hefðu gubbað á sviðið. Og ég held að okkur hafi alveg tekist það," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, annar tveggja leikstjóra á jóladagskrá Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Jól í poka.

Lesa meira

Ómetanlegt að vinna með fólki í heimabyggð

„Áhorfendur mega búast við góðri stund – fallegum söng, smá hlátri og líklega upplifun eigin tilfinninga og endurminninga,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á ferð um landið með tónleika sína Ilmur af jólum. Fernir tónleikar verða á Austurlandi næstkomandi fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar