


Aðalsteinn Jónsson á fullu stími heim af miðunum – Myndband
Myndband sem skipverjar á Aðalsteini Jónssyni, skipi Eskju, tóku upp á leið heim af veiðum á Færeyjamiðum hefur vakið nokkra athygli. Það sýnir útsýnið úr brúnni þegar skipið nálgast Austfirði.
Glímubrögðin hafa nýst í dyravörslu
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá Reyðarfirði var kosinn glímumaður ársins ásamt Kristínu Emblu Guðjónsdóttur af Glímusambandsins Íslands á dögunu, en bæði keppa þau undir merkjum UÍA. Ásmundur er í yfirheyrslu vikunnar.

Mikilvægt að sjá viðbrögðin beint frá kúnnanum
Ölstofa Asks á Egilsstöðum hefur vakið nokkra athygli síðan hún var opnuð í byrjun apríl. Þar eru lögð áhersla á afurðir Austra brugghúss sem er í sama húsnæði. Bruggmeistarinn segir nándina góða til að styrkja sambandið við viðskiptavinina.
VA áfram en ME úr leik
Lið Verkmenntaskóla Austurlands er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur en Menntaskólinn á Egilsstöðum er úr leik.„Færri hafa komist að en vilja”
„Það hefur lengi verið á planinu að vera með námskeið fyrir austan auk þess sem við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um að koma þangað síðastliðin ár og ákváðum loksins að láta verða af því,” segir Erla Björndóttir hjá MUNUM, en hún og meðeigandi hennar, Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, verða með fyrirlestur og námskeið í markmiðasetningu og persónulegum vexti á Reyðarfirði í janúar.
Austfirðingur ársins 2018
Ellefu tilnefningar eru til nafnbótarinnar Austfirðings ársins 2018. Kosning er hafin og stendur til miðnættis miðvikudagsins 16. janúar.

Hver er Austfirðingur ársins 2018?
Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.