Björgunarsveitir frá Vopnafirði, Fljótsdalshéraði og úr Mývatnssveit aðstoðuðu um þriðja tug bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs og vondrar færðar á Möðrudalsöræfum á föstudagskvöld.
Valdimar O. Hermannsson, fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, hefur verið ráðinn til Vopnafjarðarhrepps tímabundið sem verkefnastjóri sveitarstjórnar.
Öll moksturstæki Vegagerðarinnar á Austurlandi voru komin af stað klukkan níu í morgun. Vonast er til að Möðrudalsöræfi verði orðin fær um hádegið. Ekki er byrjað að moka Fjarðarheiði og ekki útlit fyrir að hún opnist fyrr en seint í dag, takist það á annað borð.
Snjómoksturstæki urðu frá að hverfa á Fjarðarheiði í morgun vegna veðurs. Straumur var yfir heiðina þegar loks tókst að opna hana stuttlega í gærkvöldi. Aðrar helstu leiðir á Austurlandi en austurhluti Jökuldals eru orðnar færar þótt aðstæður séu víða erfiðar.