Það var snemma morguns fyrir sléttu ári síðan, þann 27. mars 2023, sem snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað með þeim afleiðingum að töluverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, bílum og búnaði ýmsum. Þótti mildi hin mesta að engin alvarleg slys urðu á fólki þó um tugur manna hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna minniháttar meiðsla.
Forsprakkar hinnar sívinsælu Bræðsluhátíðar á Borgarfirði eystri ekki þekktir fyrir að tvínóna neitt við hlutina. Nú þegar er ljóst orðið hvaða listamenn þjóðarinnar spila aðalbræðslukvöldið þann 27. júlí næstkomandi.
Bræðurnir Hallur Ingi og Magnús Ingi Hallssynir fóru síðasta sumar að bjóða upp á ferðir um Borgarfjörð á flatbotna slöngubát, svokölluðum RIB-báti. Þeir höfðu áður gert út smábát á strandveiðar en seldu hann frá sér og skiptu um.
Það ekki farið mikið fyrir en um páskahelgina, ef veðurguðirnir leyfa, fer fram fyrsta sinni bretta- og skíðahátíðin Big Air - Fjarðabyggð en hún er að hluta til í Oddsskarði sjálfu og að hluta til í Eskifjarðarbæ.
Nýkynnt fyrstu drög að borgarstefnu stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér að Akureyri verði að formlegri borg auk Reykjavíkur, eru til þess fallin að draga enn meira úr vægi annarra landshluta eins og Austurlands að mati sveitarstjórnarmanns hjá Múlaþingi.
Þriðja úthlutun úr frumkvæðissjóði verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður fór fram í síðustu viku en þar hlutu ein átján mismunandi verkefni náð fyrir augun úthlutunarnefndar.