Allar fréttir
Gerð snjóflóðavarna í Neskaupstað boðin út
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarðabyggðar, hafa auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að varnirnar verði tilbúnar haustið 2029.Aukin snjóflóðahætta á Austurlandi næstu daga
Ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands spáir aukinni snjóflóðahættu í fjalllendi austanlands næstu dægrin og er sú hætta metin töluverð.
Heilbrigðisráðherra telur fjármögnun hjúkrunarheimila á landsbyggðinni viðunandi
Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, telur að heilt yfir sé fjármögnun hjúkrunarheimila á landsbyggðinni viðunandi eins og staðan er í dag. Hann geri sér þó fulla grein fyrir að rekstur þeirra margra sé og verði áfram þungur.
Umfangsmikil lögregluæfing á Seyðisfirði
Stór æfing á vegum lögreglunnar hófst á Seyðisfirði um klukkan átta í morgun og stendur til hádegis. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í æfingunni.Bjóða Austfirðingum að smakka mat utan úr heimi
Fulltrúar þrettán landa ætla að bjóða Austfirðingum að koma og smakka mat frá heimahögunum á matarmóti sem haldið verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag. Skipuleggjendur segja markmiðið að fá fólk til að staldra við og tala saman.Raftenging skipa í Seyðisfjarðarhöfn næst ekki fyrir sumarið
Á Seyðisfirði hefur um hríð verið unnið að því að ferjan Norræna og smærri skemmtiferðaskip geti tengst við rafmagn úr landi í stað þess að keyra á olíu meðan þau staldra við í höfninni. Vonast var eftir að það yrði að veruleika strax í vor eða snemma í sumar en nú er ljóst að það næst ekki.