Allar fréttir

Í svikamyllu fortíðarinnar

BRÉF TIL BLAÐSINS
gudmundur_karl.jpg
Guðmundur Karl Jónsson áhugamaður um samgöngur skrifar frá Reykjavík

Djúpstætt ósamkomulag innan Austurlandsfjórðungs um gerð heilsársvegar yfir Öxi vekur spurningar um hvort oddvitar fortíðarinnar muni síðar iðrast þess að hafa barist gegn öllum samgöngubótum í formi jarðganga sem fráfarandi ríkisstjórn tók ákvörðun um á síðasta ári fyrir vestan, austan og undir Vaðlaheiði. Fram hafa komið efasemdir hjá Vegagerðinni á Austurlandi og í Reykjavík um að uppbyggður vegur um Öxi verði öruggur í 530 m hæð fyrir miklum blindbyl, snjóþyngslum og veðurhæð sem sem farið getur í 30 til 40 metra á sekúndu.

Lesa meira

Trjálífinu lýkur

trjalif.jpg

Um helgina lýkur sýningu Handverks og hönnunar Trjálíf að Skriðuklaustri. Á sýningunni er fólk og dýr úr tré eftir átta íslenska handverksmenn. Sýningin hefur vakið mikla athygli bæði meðal barna og fullorðinna. Sumir munanna hafa hvergi verið sýndir áður þannig að hér gefst Austfirðingum einstakt tækifæri til að skoða íslenskt handverk eins og það gerist best. Munirnir eru allt frá eins sentímetra háum ísbjarnarhúnum upp í 130 cm háa kerlingu að norðan og allt þar á milli. Sýningin verður opin laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. apríl frá 13 – 17 báða dagana.

MA og framtíð ferðaþjónustu

BRÉF TIL BLAÐSINS

Skúli Björn Gunnarsson skrifar:   skuli_bjorn_gunnarsson.jpg

Markaðsstofa Austurlands (MA) er sjálfseignarstofnun sem varð til með skipulagsskrá 1999. Henni er ætlað að vera samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga um ferðamál og snúast verkefni hennar um upplýsingagjöf og markaðs- og þróunarstarf á svæði sem í dag nær frá Vopnafirði og til Djúpsvogshrepps.

Markaðsstofa Austurlands er elsta markaðs(skrif)stofan í landinu en á síðustu árum hefur verið reynt að byggja upp slíkan samstarfsvettvang víða annars staðar, s.s. á Norðurlandi og Suðurlandi. Enda er reynslan af starfi Markaðsstofu Austurlands mjög góð þó að hún hafi á tímabili átt í erfiðleikum.

 

 

 

Lesa meira

Leiðari Austurgluggans 14. tbl. 10. apríl 2008

Leiðari
Það er erfið þynnka sem Austfirðingar þurfa að hrista af sér á næstu árum. Eftir nokkur ár framkvæmda og fjármagnstreymis, stöndum við frammi fyrir því að í fjórðungnum er íbúafjöldi nánast sá sami eftir að framkvæmdum lýkur og árið 1998. Íbúafjöldi hefur aðeins vaxið á Mið-Austurlandi, meðan umtalsverð fækkun íbúa hefur átt sér stað í tildæmis Neskaupstað, Stöðvarfirði, Breiðdalshreppi, Djúpavogshreppi, Borgarfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Langanesi og víðar. Þetta er dágóð upptalning og hana verður að taka alvarlega.


Lesa meira

Málþing um örugga netnotkun

BRÉF TIL BLAÐSINS: 

 hlif.jpg

Megapía ; ) says: Omg ógisslega krípi gaur sendi mér ask.  Sagðist vera gegekt sexeih og vildi tjilla en bað mig að láta vita ef POS.  Hrikalega lame ætla nett að blokka hann. Dno hvaða nerd gaf honum nikkið mitt en er sko ekki í mood fyrir svona ppl.  Sá dettur sko út af mínum bffl lista. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvað málsgreinin hérna fyrir ofan snýst um þá er lausn í sjónmáli því SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum á 10 stöðum á landsbyggðinni undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á netinu”.  

Lesa meira

Lomberslagur við Húnvetninga

lomberinn.jpg

Laugardaginn 12. apríl munu Austfirðingar mæta Húnvetningum í lomberslag að Öngulsstöðum í Eyjafirði. Reiknað er með að allt að 20 manns úr hvorum landshluta mæti og spili frá hádegi til kvölds. Er þetta í þriðja sinn sem efnt er til viðburðar af þessum toga en austanmenn mættu norðanmönnum 2005 og 2007 og fóru Húnvetningar með sigur af hólmi í bæði skiptin. Austfirðingar eiga því harma að hefna. Það er Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem heldur utan um lombermálin eystra og geta þeir sem hafa áhuga á að fara norður haft samband í síma 471-2990.

Hvenær drepur fjölmiðill mann?

BRÉF TIL BLAÐSINS

Aðalsteinn Jónsson og Sigurður H. Jónsson skrifa frá Jökuldal

Stjórnarformanni Austurgluggans er ekki skemmt, mörgum af lesendum Austurgluggans ekki heldur.

Lögin um kynferðislega misbeitingu eru ein af mikilvægustu lögum samfélagsins.

Þrátt fyrir þessi lög og fullan vilja til að framfylgja þeim, er enn í dag alltof oft sem þeir sem brjóta gegn þessum lögum sleppa án refsingar. Eftir situr fórnarlambið með sársaukann og niðurlæginguna. Stöndum saman um að virða rétt þessara fórnarlamba og gerum allt sem hægt er til réttlætið nái fram að ganga, en stöndum jafnframt vörð um að þessi lög séu ekki misnotuð, því ekki er betra að sitja uppi ævilangt með dóm vegna brots sem ekki var framið, frekar en sitja uppi með brotna sál vegna misnotkunar og ekki hafi tekist að fá réttlætinu fullnægt.

Vegna umfjöllunar tveggja síðustu blaða Austurgluggans um þorrablót Hlíðarmanna og Jökuldælinga er haldið var í Brúarási 16 febrúar síðastliðinn teljum við nauðsynlegt að rifja upp forsögu þess máls sem þar er fjallað um, tekið skal fram að það er einungis gert vegna umfjöllunar blaðsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar