Allar fréttir

Landið eitt kjördæmi

Björgvin Valur Guðmundsson skrifar:   Eitt af því sem verður að breytast á Íslandi í þeirri lýðræðisbyltingu sem nú stendur yfir, er kjördæmaskipunin. Við eigum, að mínu mati, um tvennt að velja í þeim efnum; einmenningskjördæmi eða landið allt eitt kjördæmi. Ég hallast frekar að hugmyndinni um eitt kjördæmi og ætla nú að færa rök fyrir því.

Lesa meira

Heilög Barbara límd saman

Stytta af heilagri Barböru, sem fannst í rústum klaustursins að Skriðu í Fljótsdal, er meðal sýningargripa á nýjustu sýningu Þjóðminjasafnsins. Fornleifafræðingar fundu um 200 brot sem búið er að líma saman.

heilg_barbara.jpg

Lesa meira

Hvers vegna er ég að þessu?

Eftir Agnesi Arnardóttur:    Hvers vegna er ég að þessu?  Vegna þess að mig þyrstir í breytingar, miklar breytingar, þjóðin þyrstir í breytingar. Breytingar sem gefa okkur von um betra líf með fjölskylduna í forgrunni, líf þar sem við höfum meiri tíma fyrir börnin okkar og ekki síst getum lifað af laununum okkar.

Líf þar sem við höfum tíma til að lifa. Breytingar sem gefa okkur von um bjartari tíma, tíma sem við getum hlakkað til að upplifa.

agnes_arnardttir_vefur.jpg

Lesa meira

Sjónvarpsfréttagerð RAUST tíu ára

Sunnudaginn 1. mars verða tíu ár liðin frá því að Svæðisútvarp Austurlands hóf reglulega vinnslu sjónvarpsfrétta. Þá var Jóhann Hauksson forstöðumaður svæðisútvarpsins og réðst hann í hið nýja verkefni ásamt Hjalta Stefánssyni kvikmyndatökumanni. Frá þessum tíma hafa um tvö þúsund og fimm hundruð sjónvarpsfréttir og innskot verið fullunnin hjá RAUST fyrir Sjónvarp.

ruvmerki.jpg

Lesa meira

Norðurljósablús í uppsiglingu

Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin í fjórða sinn á Höfn í Hornafirði dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Það er Hornfirska skemmtifélagið sem stendur að vanda fyrir hátíðinni.

norurljsabls_vefur.jpg

Lesa meira

Auglýst eftir forstöðumanni Breiðdalsseturs

Breiðdalshreppur auglýsir stöðu forstöðumanns Breiðdalsseturs á Breiðdalsvík. Starfið felur í sér framkvæmdastjórn er varðar starfsemi, þróun og eftirfylgni við uppbyggingu og rekstur á  starfsemi Breiðdalsseturs í Gamla kaupfélagshúsinu. Starfsstöð er á Breiðdalsvík.

breidalur_vefur.jpg

Lesa meira

Opnir fundir um efnahagshrunið

Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Fundirnir verða haldnir á Egilsstöðum í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og á Reyðarfirði í Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Jafnframt verða fundirnir í fjarfundum á Vopnafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík og Neskaupstað.

11_12_52---electric-light-bulb_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar