Aðalfundur og sólarkaffi Norðfirðingafélagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju 1.febrúar s.l. Á annað hundrað manns mættu og segir Gísli Gíslason að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá fólk á öllum aldri mæta.
Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með snjóalögum í Norðfirði og á Seyðisfirði. Fjögur snjóflóð hafa fallið í Norðfirði og tvö í Seyðisfirði á síðasta sólarhring rúmum. Engin hætta er á ferðum og um venjubundið eftirlit að ræða, þó ástæða þyki til að herða eftirlit ef bætir í úrkomu á þessum svæðum.
Ásunnudag, 1. mars, verða einsöngstónleikar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarkennara og Félag íslenskra hljómlistamanna.
Nýir íbúar á góðum stað er heiti þróunarverkefnis um móttöku nýbúa í Fjarðabyggð og hefur það verið í gangi frá síðasta hausti. Vonir standa til að hægt verði að koma því á legg í öðrum sveitarfélögum Austurlands á árinu.
Fram er komið frumvarp á Alþingi sem er ætlað að tryggja að eigendur hlutdeildarskírteina í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum geti fengið upplýsingar um meðferð fjármálastofnana á fjármunum þeirra. Að sögn Hilmars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns hjá Regula lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna hundruða einstaklinga sem töpuðu fjármunum í peningamarkaðssjóðum, er framlagning þessa frumvarps mjög mikilvægt skref í átt til réttlætis fyrir umbjóðendur hans.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, segir að taka þurfi á rekstrarvanda stofnunarinnar og skilgreina hvaða þjónustu hún skuli veita. Stjórnendur stofnunarinnar verði að sýna meira aðhald í rekstri en hingað til og heilbrigðisráðuneytið að sinna betur eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga. Þá þurfi ráðuneytið að gera árangursstjórnunarsamning við stofnunina og hún að bæta stefnumótandi áætlanagerð sína.