Allar fréttir

Norðfirðingafélagið fagnaði hækkandi sól

Aðalfundur og sólarkaffi Norðfirðingafélagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju 1.febrúar s.l.  Á annað hundrað manns mættu og segir Gísli Gíslason að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá fólk á öllum aldri mæta. 

 norf1.jpg

Lesa meira

BRJÁN-að stuð á Broadway

Rokkveisla Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi (BRJÁN) var sett upp á Broadway - Hótel Íslandi fyrir skemmstu.

Lesa meira

Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með

Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með snjóalögum í Norðfirði og á Seyðisfirði. Fjögur snjóflóð hafa fallið í Norðfirði og tvö í Seyðisfirði á síðasta sólarhring rúmum. Engin hætta er á ferðum og um venjubundið eftirlit að ræða, þó ástæða þyki til að herða eftirlit ef bætir í úrkomu á þessum svæðum.

snjr.jpg

Lesa meira

Glæsilegir einsöngstónleikar

Á  sunnudag, 1. mars, verða einsöngstónleikar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarkennara og Félag íslenskra hljómlistamanna.

Tónleikarnir byrja kl. 17 og standa í klukkutíma.

atli_heimir.jpg

Lesa meira

Vel tekið á móti nýjum íbúum í Fjarðabyggð

Nýir íbúar á góðum stað er heiti þróunarverkefnis um móttöku nýbúa í Fjarðabyggð og hefur það verið í gangi frá síðasta hausti. Vonir standa til að hægt verði að koma því á legg í öðrum sveitarfélögum Austurlands á árinu.

lykill.jpg

 

Lesa meira

Frumvarp um breytingar á lögum um bankaleynd lagt fram.

Fram er komið frumvarp á Alþingi sem er ætlað að tryggja að eigendur hlutdeildarskírteina í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum geti fengið upplýsingar um meðferð fjármálastofnana á fjármunum þeirra. Að sögn Hilmars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns hjá Regula lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna hundruða einstaklinga sem töpuðu fjármunum í peningamarkaðssjóðum, er framlagning þessa frumvarps mjög mikilvægt skref í átt til réttlætis fyrir umbjóðendur hans.

12870019.jpg

Lesa meira

Herða þarf ýmsar skrúfur hjá HSA

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, segir að taka þurfi á rekstrarvanda stofnunarinnar og skilgreina hvaða þjónustu hún skuli veita. Stjórnendur stofnunarinnar verði að sýna meira aðhald í rekstri en hingað til og heilbrigðisráðuneytið að sinna betur eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga. Þá þurfi ráðuneytið að gera árangursstjórnunarsamning við stofnunina og hún að bæta stefnumótandi áætlanagerð sína.

image0011.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.