Lomberinn á laugardag
Hinn árlegi lomberdagur verður haldinn á Skriðuklaustri næstkomandi laugardag, 28. febrúar. Spilað verður frá hádegi og fram á nótt og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.skriduklaustur.is.
Hinn árlegi lomberdagur verður haldinn á Skriðuklaustri næstkomandi laugardag, 28. febrúar. Spilað verður frá hádegi og fram á nótt og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.skriduklaustur.is.
Agnes Arnardóttir, sjálfstætt starfandi atvinnurekandi á Akureyri, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Verkefnið ,,Komdu í land" hefur hafið námskeiðaherferð hringinn í kringum landið. Verkefnið er samstarfsverkefni Útflutningsráðs, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtakanna um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf í hafnarbæjum sem eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum. Næst á að þinga á Djúpavogi.
Málþingið Strandmenning og vitar á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð á Norðfirði næstkomandi laugardag á milli kl. 12:15 og 16:00. Þar um Sigurbjörg Árnadóttir frá Vitafélagi Íslands fjalla almennt um vita og hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hvernig. Kristján Sveinsson hjá Siglingamálastofnun fjallar um vitasögu Austfjarða og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur um strandminjar á Austfjörðum. Þá ræðir Hörður Sigurbjarnarson frá Norðursiglingu á Húsavík um afþreyingu á sjó. Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsið á Norðfirði og í kaffi í nýja kaffihúsið Frú Lúlú.
Málþingið er ókeypis og öllum opið.
Hér eru nokkrar leiðbeiningar sem gott er að fara eftir:
Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar úthlutaði í gær styrkjum til menningarmála í sveitarfélaginu. Alls bárust 36 umsóknir uppá rúmlega 15 milljónir króna. Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með gróskuna í menningarlífi í sveitarfélaginu sem fjöldi og gæði umsókna endurspegla. Ekki er unnt að styrkja alla en eftir yfirferð umsókna og flokkun þeirra samþykkti nefndin úthlutun á tveimur og hálfri milljón króna.
Á fundi framkvæmdaráðs Vaxtarsamnings Austurlands 17. febrúar síðastliðinn var samþykkt að hafa ekki sérstaka umsóknarfresti árið 2009 heldur taka við umsóknum allt árið eða til 1. október 2009 og afgreiða þær jafnóðum. Á sama fundi var samþykkt að amk. 27 milljónum verði varið til stuðnings verkefna í formi peninga og um 20 milljónum í formi sérfræðiframlags eða tæplega 50 milljónum alls á árinu 2009.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.