Farþegum innanlandsflugs til Egilsstaða fækkar um 15%
Farþegum í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða fækkaði um 15% árið 2008 og voru um hundrað og fjórtán þúsund talsins. Flugfélag Íslands segir þá fækkun hafa verið nokkuð fyrirséða, vegna loka á virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.
420.000 farþegar flugu með Flugfélagi Íslands í fyrra og er það annað stærsta ár félagsins frá upphafi.