Allar fréttir

Farþegum innanlandsflugs til Egilsstaða fækkar um 15%

Farþegum í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða fækkaði um 15% árið 2008 og voru um hundrað og fjórtán þúsund talsins. Flugfélag Íslands segir þá fækkun hafa verið nokkuð fyrirséða, vegna loka á virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.
420.000 farþegar flugu með Flugfélagi Íslands í fyrra og er það annað stærsta ár félagsins frá upphafi.

flugvl.jpg

Lesa meira

Grænni framtíð

Kynning verður á verkefninu „Vistvernd í verki“ á Gistihúsinu Egilsstöðum í kvöld, mánudagskvöldið 5. janúar og hefst hún kl. 20. Um er að ræða kynningu á námskeiðum sem verða í boði fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

152_vistverndlogo.jpg

Lesa meira

Laufey og Sindri Freyr glímumeistarar

Laufey Frímannsdóttir og Sindri Freyr Jónsson sigruðu í Fjórðungsglímu Austurlands, þar sem keppt var um Aðalsteinsbikarinn, sem fram fór á Reyðarfirði milli jóla og nýárs. Laufey var nýverið valin efnilegasta glímukona landsins og íþróttamaður Vals árið 2008.

 

Lesa meira

Meiriháttar myndauppfærsla

Austurglugginn notaði tímann um jólin til að taka til eins og fleiri. Tekið var til í myndasöfnum blaðsins frá seinasta sumri og þeim komið á vefinn. Fleiri myndasöfn eiga enn eftir að bætast við en eftirfarandi söfn eru nýkomin inn:

 

Lesa meira

Námskeið í jákvæðum samskiptum

Námskeið í svokallaðri millimenningu verður haldið á Hótel Framtíð, Djúpavogi, þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Námskeiðið, eða smiðjan, gengur út á að vekja þátttakendur til vitundar um mikilvægi jákvæðra, innihalds-og árangursríkra samskipta við einstaklinga sem tilheyra mismunandi samfélagshópum. 

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar