Allar fréttir
Eldisþorski í Berufirði slátrað milli jóla og nýárs
Fyrirhugað er að slátra á næstunni um 50 tonnum af eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda í Berufirði. Byrjað verður að slátra þorski á milli jóla og nýárs og lokið verður við slátrunina eftir áramótin. Þorskurinn verður unninn hjá fiskiðjuveri félagsins á Akranesi í fersk flakastykki og send með flugi á markað erlendis.Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga
Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.
Þögult inn við Kárahnjúka þessi jól
Ekkert jólahald verður við Kárahnjúka í ár, enda enginn mannskapur þar við störf um hátíðarnar, utan fjórir eftirlitsmenn. Jólalegt verður þó í Fljótsdalsstöð, þar sem vaktin er alltaf staðin hvað sem hátíðum líður.Öll veitumannvirki Kárahnjúkavirkjunar eru nú komin í gagnið, eftir að vatn fór fyrr í vetur að safnast í Grjótár- og Kelduárlón Hraunaveitna.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til fyrri umræðu
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók í vikunni til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir Fjarðabyggð og stofnanir vegna ársins 2009. Áætlað er að tekjur Fjarðabyggðar og stofnana nemi 3.665,8 millj. kr. en gjöld 3.545,2 millj. kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 534,6 millj. kr. Þá er áætlað að um 524,9 millj. kr. fari til framkvæmda. Bæjarstjórn samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu sem verður 15. janúar n.k.
Aldrei fleiri í prófum hjá ÞNA en nú
Síðustu prófum háskólanema á svæði Þekkingarnets Austurlands lauk fyrir helgina. Alls voru skráð þrjú hundruð og sjötíu próf og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjölgunin frá síðustu haustönn er um eitthundrað próf próf. Próftakar voru hundrað og sjötíu og dreifðust á sjö staði í fjórðungnum.
Glæsilegt jólablað Austurgluggans komið út
Jólablað Austurgluggans 2008 fæst nú á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Meðal annars má á síðum blaðsins finna ávörp þingmanna Norðausturkjördæmis til Austfirðinga, forvitnileg viðtöl við ýmsa íbúa fjórðungsins, ómótstæðilegar jólauppskriftir og fjölbreytta pistla og greinar. Þá er verðlaunakrossagáta í blaðinu og lesendur hvattir til að senda lausnir inn, þar sem góð verðlaun eru í boði. Gott lesefni fyrir og um jólin!