Hafin er vinna af hálfu HEF-veitna að endurbæta vatnsveitu Borgarfjarðar eystri en þar hefur ítrekað orðið vart kólígerlamengunar undanfarin misseri. Óumflýjanlegt er að koma þar upp gegnumlýsingartæki.
María Bóel Guðmundsdóttir úr Neskaupstað sendi nýverið frá sér nýtt lag „7 ár síðan“ sem er komið inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna. Lagið samdi hún ásamt tveimur höfundum sem sigraði hafa Söngvakeppni sjónvarpsins.
Heimatilbúin túrbína frá Sauðárkróki, notaðar ódýrar lagnir úr Öxarfirði og stór hópur sjálfboðaliða sem gáfu tíma og vinnu með hléum um hartnær þriggja ára skeið. Fyrir vikið verða mannvirki Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstöðum í Loðmundarfirði öll upphituð héðan í frá.
Haustveiðitímabili hreindýraveiðimanna lauk formlega í síðustu viku og náðist að veiða útgefinn kvóta nánast að fullu þrátt fyrir að veðurfarið hafi verið æði rysjótt á köflum.
Nú er komið nóg, kaupin á eyrinni ganga ekki svona fyrir sig. Fréttaflutningur margra fjölmiðla af áformum Kleifa fiskeldis um sjókvíaeldi á Norðurlandi hefur hljómað í eyrum landsmanna undanfarnar vikur, nú síðast á RÚV 22.09.2024.
Sjávarblámi, eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, sumarsýningu Skaftfells á Seyðisfirði lýkur á föstudag. Á sýningunni beina þau sjónum sínum að nytjum af hvölum, bæði hvalrekum fyrri tíma og hvalveiðum. Hvalveiðistöðin á Vestdalseyri varð innblástur að sýningunni.
Í janúar næstkomandi verða 120 ár síðan að Lagarfljótið var fyrst brúað með Lagarfljótsbrú sem í upphafi var einföld trébrú. Einstaklingur hefur farið þess á leit við Múlaþing að þessum áfanga verði fagnað með einum eða öðrum hætti.